Systur frá Íslandi reka gistihús á Balí

Systurnar Edda og Herdís eiga nú og reka gistiheimilið Pink …
Systurnar Edda og Herdís eiga nú og reka gistiheimilið Pink Turtle Guest House á Balí. Ljósmynd/Aðsend

Systurnar Edda og Herdís eiga og reka gistiheimilis Pink Turtle Guest House á Balí í Indónesíu. Á gistiheimilinu er boðið upp á jógatíma og brimbrettaskóla. Sagan af því hvernig tvær systur frá Íslandi fóru frá öllu því sem þær þekktu vel er einstök en upphaflega fór Edda ein út til Indónesíu, lands sem hvorug þeirra hafði komið til. 

Edda hafði lengi unnið í tískubransanum um allan heim en Herdís í hótelgeiranum. Þær eru enn búsettar hér á Íslandi en ferðast reglulega á milli og hafa gert síðastliðið eitt og hálft ár. Edda segir langtímaplanið vera að flytja alfarið til Balí og reka gistiheimilið. 

Gistiheimilið er á Kedungu-ströndinni sem er í um 15 mínútna fjarlægð frá borginni Canggu.

Systurnar eru ævintýragjarnar.
Systurnar eru ævintýragjarnar. Ljósmynd/Aðsend


Hvernig enduðu systur frá Íslandi á því að reka gistiheimili, jógastúdíó og brimbrettaskóla á Balí?

„Ég fór rétt á undan Herdísi til Balí og vissi ekkert hvað ég var að fara í. Var búin að bóka fallegt hús til að gista í fyrstu dagana. Strax fyrsta kvöldið byrjar ævintýrið, sem var einmitt það sem hún var búin að biðja um. Ég var búin að fá bílstjóra að sækja mig upp á völl og skutla mér í húsið.

Hann furðaði sig á heimilisfanginu og svo loks fundum við húsið í miðjum hrísgrjónakri um miðja nótt. Leigusalinn gleymdi að skilja eftir lykla og upplýsingar. Við bílstjórinn brutumst loks inn í húsið sem var grútskítugt og ég endaði á því að sofa á gólfinu örmagna eftir langt ferðlag.

Næsta dag kom bílstjórinn minn Dewa með tvo litla fiska í poka því honum fannst svo sorglegt að ég væri að ferðast ein, svona er Balí full af ást.

Gistihúsið fékk nafn sitt eftir bleikum ströndum Balí.
Gistihúsið fékk nafn sitt eftir bleikum ströndum Balí. Ljósmynd/Aðsend

Eftir einn dag þar ákvað ég að færa mig um set. Við fiskarnir fórum í leit að nýju heimili og fundum jógakennaranám í miðjum frumskóginum í Tabanan. Þetta jóga heitir Watukaru og er fornt indónesískt jóga kennt við Watukaru-eldfjallið. Það einblínir á að opna orkustöðvarnar með hugleiðslu og innri styrk. Á leiðinni upp eftir hugsaði ég með „hvert er ég eiginlega komin, ekkert nema frumskógar og endalausir hrísgrjónaakrar inni á milli“. Ég var komin inn í fallegasta umhverfi sem ég hef séð. Þarna eignaðist ég mína fyrstu fjölskyldu á Balí og nafnabótina Wyan.

Edda og Herdís hafa notið mikils stuðnings innfæddra á Balí.
Edda og Herdís hafa notið mikils stuðnings innfæddra á Balí. Ljósmynd/Aðsend

Svo kom Herdís og við ferðuðumst eins mikið og við gátum. Fórum t.d. til Gili-eyjanna, Lombok, Nusa Penida, Lembokan alla leið til Sumbawa.

Við eyddum góðum tíma á hverri eyju og einblíndum á að eyða okkar tíma með innfæddum. Þar fengum við ómetanlega upplifun og sökktum okkur í menningu innfæddra.

Við fundum báðar fljótlega að í þessu fallega landi átti hjartað okkar heima. En vorum ekki búnar átta okkur á því hvert þetta ævintýri myndi leiða okkur.

Við leituðum uppi bleikar strendur, syntum með skjaldbökum, lærðum á brimbretti, slösuðum okkur á kóral, vorum næstum bitnar af snákum, keyrðum næstum á geitur, hunda, hænur og apa. 

Vespur eru aðal ferðamáti innfæddra, sem og þeirra Eddu og …
Vespur eru aðal ferðamáti innfæddra, sem og þeirra Eddu og Herdísar. Ljósmynd/Aðsend

Við leigðum okkur hús í  Magati sem er ekki svo langt frá Tabanan þar sem jógaskólinn er. Þá var prinsinn, sonur minn sem er tveggja ára, kominn út til okkar. Vöknuðum alla morgna klukkan sex við bjölluhljóma og söng frá innfæddum á þessum ólýsanlega fallega stað.

Einn morguninn eftir ég var búin að skúra pallinn poppaði upp á Facebook hjá mér gistihús til sölu. Við ákváðum í gamni að skoða staðinn því við vorum búnar að vera grínast með það alla ferðina hvernig við myndum hafa okkar stað.

Þremur dögum seinna áttum við allt í einu 6 herbergja gistihús með risastórum garði. Þá var ekkert annað í stöðunni en að koma þessu af stað áður en við færum aftur til Íslands.“

Systurnar unnu hörðum höndum við að koma gistihúsinu í stand.
Systurnar unnu hörðum höndum við að koma gistihúsinu í stand. Ljósmynd/Aðsend

Hvar er gistiheimilið  og hvernig komuð þið því í stand?

„Gistihúsið er rétt hjá Kedungu-ströndinni. Við brettum upp ermar eins og sannir Íslendingar og gerðum allt sjálfar. Innfæddum fannst þetta stórkostlegt að sjá tvær konur með barn að mála laga og bæta. Þar er venjulegt að fá starfsfólk til sín í svona verkefni og hvað þá að konur taki að sér svona vinnu. Gistihúsið var í rúst og garðurinn ekki til, heldur stóð auð lóð fyrir framan.

Við fórum í það finna efni og allt sem til þurfti í þetta verkefni en það er hægara sagt en gert. Allt tekur langan tíma og ekki er hægt að skreppa í venjulega búð og kaupa allt sem þarf. Ekki kunna allir heldur ensku. Ein búðin selur bara hrísgrjón og bleika Disney-plastskápa og ekkert annað. Það var þvílík reynsla að finna allt og koma þessu af stað. Eftir nokkurra mánaða ferðalag var ekki mikill peningur eftir í veskinu svo við urðum í byrjun að gera allt sjálfar með hjálp frá fjölskyldu. Eftir blóð svita og tár (nákvæmlega eins og það á að vera) erum við komnar með sætt gistihús sem heitir Pink Turtle.“

Á gistiheimilinu.
Á gistiheimilinu. Ljósmynd/Aðsend

Hvaðan kemur nafnið og hvað bjóðið þið upp á?

„Nafnið er fengið eftir ævintýrin okkar. Bleika ströndin sem var svo ekki bleik og húðflúrið sem við fengum okkur saman. Þetta ferðalag  leiddi okkur að þessu ævintýralegu nýja lífi þar sem við erum komnar með þetta fallega gistihús sem býður upp á jógatíma og brimbrettaskóla og við erum líka í  samstarfi við innfædda húðflúrsmeistara. Við tökum að okkur að hanna ferðir í kringum Indónesíu og vinnum þær í samstarfi með innfæddu fjölskyldunni okkar. Öll okkar þjónusta eru unnin út frá okkar eigin reynslu. Við erum spenntar að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér og hlökkum við og fiskarnir tveir til að bjóða ykkur velkomin.“

Á gistiheimilinu er boðið upp á jógatíma.
Á gistiheimilinu er boðið upp á jógatíma. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert