Veitingahús sem selur bara flugvélamat

Namm! Flugvélamaturinn hjá Air Asia er svo góður að viðskiptavinir …
Namm! Flugvélamaturinn hjá Air Asia er svo góður að viðskiptavinir vilja ekki bara snæða hann í háloftunum heldur líka kaupa hann á jörðu niðri. Ljósmynd/Air Asia

Hefur þú farið í flugvél og fundist maturinn það góður að þig langi hreinlega að borða hann líka á jörðu niðri? Hjá Air Asia er þetta tilfellið en flugfélagið opnaði nýlega veitingahús með vinsælustu flugvélaréttum sínum.


Veitingastaðurinn er staðsettur í verslunarmiðstöð í Kuala Lumpur, heitir Santan og er með skyndibitasniði. Forsvarsmenn flugfélagsins hafa sagt að þeir hafi orðið varir við áhuga viðskiptavina á því að geta fengið matinn ekki bara í flugi og opnun veitingastaðarins sé því svar við því ákalli. Um nákvæmlega sama mat er að ræða og í loftinu og er hann að mestu leyti með asísku sniði, mikið um hrísgrjónarétti og núðlur. 

Flugvélamatur getur verið girnilegur. Hér er einn af réttunum sem …
Flugvélamatur getur verið girnilegur. Hér er einn af réttunum sem eru í boði hjá Air Asia, bæði í lofti og á jörðu niðri. Ljósmynd/Airasia

Svo visst er flugfélagið um að það sé markaður fyrir flugvélamat á jörðu niðri að félagið er með áform um að opna fimm aðra eins veitingastaði fyrir árslok 2020. Og á næstu þremur til fimm árum að opna um 100 útibú víðs vegar um heiminn.

mbl.is