Svona endist ferðasjóðinn sem lengst

Ferðaappið Trail wallet hjálpar ferðalöngum við að nýta gjaldeyririnn sem …
Ferðaappið Trail wallet hjálpar ferðalöngum við að nýta gjaldeyririnn sem best og endast sem lengst. AFP

Þegar verið er á ferðalagi er auðvelt að missa sjónar á eyðslunni. Kaffibolli hér og þar, minjagripir, gisting og upplifanir. Allt kostar þetta.

Besta ráðið til þess að láta ferðasjóðinn endast sem lengst er að fylgjast með eyðslunni. Til þess má til að mynda nota appið Trail wallet en það er sérstaklega hannað fyrir fólk á ferðalagi. Hönnuðirnir á bak við appið eru breskt par, Simon og Erin, sem seldu allt sem þau áttu og héldu af stað í ferðalag út í heim árið 2010. Og síðan þá hafa þau verið á samfelldu ferðalagi í níu ár, enda kunna þau sannarlega að láta peningana endast!

Parið Simon og Erin hafa verið á samfelldu ferðalagi í …
Parið Simon og Erin hafa verið á samfelldu ferðalagi í 9 ár og hafa meðal annars komið til Íslands. Þau hönnuðu appið Trail Wallet til að einfalda ferðalöngum bókhaldið. Ljósmynd/neverendingvoyage

Eftir þriggja ára ferðalag með tilheyrandi miðum í vösum, nótusöfnun og flóknu bókhaldi til að halda utan um eyðsluna hönnuðu þau appið Trail wallet til að einfalda sér lífið. Appið getur haldið utan um daglega neyslu, tekið saman heildareyðslu ferðalagsins, skipt eyðslunni niður í flokka o.fl. en allt miðar þetta að því að ferðalangurinn hafi góða yfirsýn yfir það í hvað peningarnir fara svo ferðasjóðurinn endist sem lengst.
Ekki nóg með að parið hafi hannað Trail wallet-appið heldur hafa þau mikinn áhuga á fjármálum og hafa skrifað fjölda greina um fjármál á ferðalögum á vefsíðu sinni neverendingvoyage.com. Þar inni er líka að finna mörg önnur frábær ráð fyrir ferðalanga frá fólki með reynslu af margra ára ferðalagi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert