Enn lausir miðar til Tene fyrir jólin

Hvernig hljómar að skella sér til Tenerife um jólin með …
Hvernig hljómar að skella sér til Tenerife um jólin með litlum fyrirvara?

Ef jólastressið er alveg að fara með þig og þig langar ekkert meira en að flýja það þá þarftu ekki að örvænta, það eru enn lausir miðar beint í sólina til Tenerife.

Tenerife er gríðarlega vinsæll áfangastaður Íslendinga og margir sem hafa þar vetursetu eða búa til lengri tíma þar. Tíminn líður aðeins hægar í sólinni á Tenerife og er það því hinn fullkomni staður til að losa um stressið. 

Það kostar þó nokkrar krónur, eða nokkra tugi þúsunda að panta með svo stuttum fyrirvara. Beint flug til Tenerife frá Keflavík með Norwegian Air á sunnudaginn 22. desember og til baka 2. janúar kostar 251 þúsund krónur á manninn.

Hótelgisting virðist ekki vera vandamál, þótt það sé uppbókað á mörgum hótelum á helstu ferðamannasvæðunum. 

Veðurspáin er það besta við þetta allt saman en spáin gerir ráð fyrir 18-24°C hita yfir jólahátíðina.

mbl.is