Friends-kaffihús opnað í London

Kaffihúsið opnaði fyrr á þessu ári.
Kaffihúsið opnaði fyrr á þessu ári. skjáskot

Þrátt fyrir að 15 ár séu síðan síðasti þátturinn af Friends fór í loftið er ekki þar með sagt að vinsældirnar hafi dvínað. Í London finnurðu kaffihús í Friends-þema þar sem meðal annars er hægt að setjast niður, fá sér freyðivín og horfa á Friends. 

Kaffihúsið, sem heitir Friends House, var opnað fyrr á þessu ári og er þema þess Friends. Það lítur þó alls ekki nákvæmlega eins út og kaffihúsið í þáttunum en er þó skreytt með ýmsum myndum, auk þess sem þættirnir eru sýndir þar.

Kaffihúsið lítur ekki út eins og Central Perk.
Kaffihúsið lítur ekki út eins og Central Perk. skjáskot
Hægt er að horfa á Friends á staðnum.
Hægt er að horfa á Friends á staðnum. skjáskot
mbl.is