Mæla ekki með að heimsækja Ísland 2020

The Independent vísar meðal annars til þess að loka þurfti …
The Independent vísar meðal annars til þess að loka þurfti Fjaðrárgljúfri. Ljósmynd/Gísli Sigurðsson

Breski fjölmiðillinn The Independent mælir ekki með því að fólk geri sér ferð til Íslands á næsta ári. Ísland er á lista miðilsins yfir borgir og lönd sem fólk ætti ekki að fara til árið 2020. 

Rökin sem The Independent gefur fyrir þessu er aukinn fjöldi ferðamanna sem kemur til landsins. Þau benda einnig á að Fjaðrárgljúfri hafi verið lokað tímabundið fyrr á þessu ári vegna viðkvæmrar náttúru. 

Fleiri borgir og lönd eru á listanum, meðal annars af svipuðum ástæðum og Ísland; vegna aukins fjölda ferðamanna og ágangs ferðafólks.

Listi The Independent

  • Bruges, Belgíu
  • Ísland
  • Róm, Ítalíu
  • New Orleans, Bandaríkjunum
  • Komodo, Indónesíu
  • Kyoto, Japan
  • Amsterdam, Hollandi
  • Uluru, Ástralíu
  • Feneyjar, Ítalíu
  • Machu Picchu, Perú
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert