Aeroflot stundvísasta flugfélagið

Ein af flugvélum Aeroflot.
Ein af flugvélum Aeroflot. www.aeroflot.ru

Stundvísi er mikilvæg á ferðalögum og rússneska flugfélagið Aeroflot hefur hreppt 1. sætið í stundvísi árið 2019. 

Samkvæmt mælingum Cirium á meðal annars stundvísi flugfélaga voru 86,68 prósent flugferða á vegum Aeroflot á réttum tíma. Ef flugferðum var seinkað hjá þeim var meðalseinkunartíminn aðeins 46 mínútur. 

Öll stærstu flugfélög voru með í greiningu Cirium. Fylgst er með yfir 100 þúsund flugferðum á degi hverjum og stundvísi þeirra metin. 

Japanska flugfélagið All Nippon Ariways var í öðru sæti en flugferðir þeirra voru í 86,26 prósent tilvika á réttum tíma. 

Stundvísustu flugfélögin 2019

  1. Aeroflot (86.68%)
  2. ANA (86.26%)
  3. Delta Air Lines (85.69%)
  4. Azul (83.53%)
  5. JAL (82.82%)
  6. Alitalia (81.97%)
  7. Air France (81.15%)
  8. Emirates (81.02%)
  9. Korean Air (80.30%)
  10. SAS (79.90%)
mbl.is