Lærðu gestristni af Pricillu Presley

Priscilla Presley er ein af þeim sem er í ráðgjafaráði …
Priscilla Presley er ein af þeim sem er í ráðgjafaráði fyrir Graceland, eign poppgoðsins Elvis Presley.

Aðdáendur Elvis Presley geta nú farið á námskeið hjá Priscillu Presley sem haldið verður í  Graceland í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Námskeiðið sem ber heitið: Graceland´s Elegant Southern Weekend, verður haldið í annað skiptið hinn 13. mars árið 2020.

Það verður haldið meðal annars á heimili rokkkóngsins og fjallar um allt sem viðkemur gestrisninni í Suðurríkunum. Hvernig búa má til glæsilega blómvendi og hvernig elda skal mat sem allir gestir kunna að meta.

Áhugasamir geta skráð sig á námskeiðið hér

mbl.is