Ansel Elgort eyddi áramótunum í villu í Karíbahafi

Ansel Elgort og Violetta Komyshan.
Ansel Elgort og Violetta Komyshan. skjáskot/Instagram

Það væsti ekki um leikarann Ansel Elgort um áramótin þar sem hann fagnaði nýja árinu í stórri villu í Dóminíska lýðveldinu. 

Elgort leigði villuna Villa Las Hamacas í Cap Cana sem er vinsæll áfangastaður þeirra ríku og frægu. Með honum voru kærasta hans Violetta Komyshan og mamma hans. 

Í húsinu eru sex svefnherbergi og gríðarlega flott „infinity“-sundlaug. Hver nótt í villunni kostar 15 þúsund bandaríkjadali eða um 1,8 milljónir íslenskra króna. Það er því ekki fyrir hvern sem er að leigja þessa villu.

Leikarinn og leikstjórinn Bella Thorne hafði efni á villunni en hún dvaldi í húsinu í desember. Myndband af villunni má sjá hér fyrir neðan.

View this post on Instagram

How you gon be mad on vacation?

A post shared by Ansel Elgort (@ansel) on Jan 1, 2020 at 1:52pm PST

 

mbl.is