Jolie ferðaðist á óvenjulegan stað með börnin

Angelina Jolie með dætrum sínum Shiloh Nouvel Jolie-Pitt og Zahöru …
Angelina Jolie með dætrum sínum Shiloh Nouvel Jolie-Pitt og Zahöru Marley Jolie-Pitt. AFP

Angelina Jolie skellti sér í ferðalag í lok árs ásamt börnum sínum. Jolie er þekkt fyrir að fara eigin leiðir og á það einnig við um ferðalög. Hún fagnaði nýju ári í Eþíópíu að því er fram kemur á vef People. 

Eþíópía er ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar kemur að lúxusferðalögum stjarnanna. Fjölskylda Jolie á þó sterka tengingu við landið þar sem 14 ára ættleidd dóttir hennar og Brads Pitts fæddist í landinu. 

Hin 14 ára gamla Zahara var að sjálfsögðu með í ferð sem og yngri systkini hennar, Shiloh 13 ára og hinir 11 ára gömlu tvíburar Knox og Vivienne. 

Jolie var ekki bara í afslöppun í ferðinni. Funduðu hún og eldri dæturnar, Shiloh og Zahara, með forseta Eþíópíu, Sahle-Work Zewde. Á fundurinn að hafa verið sérstaklega fyrir hina 14 ára gömlu Zahöru þar sem hún fagnar 15 ára afmæli hinn 8. janúar. Töluðu konurnar meðal annars um menntun kvenna og hvernig styðja mætti við skólagöngu þeirra.

mbl.is