Damon fór fram fyrir aðra flugfarþega

Matt Damon og Luciana Barroso voru í Ástralíu í lok …
Matt Damon og Luciana Barroso voru í Ástralíu í lok desember. AFP

Hollywood-stjarnan Matt Damon fór í frí til Ástralíu í lok árs með fjölskyldu sinni. Þegar Damon og eiginkona hans, Luciana Barroso, flugu heim til Los Angeles fékk hann allt öðruvísi þjónustu á flugvellinum en aðrir flugfarþegar að því fram kemur á vef Daily Mail. 

Damon flaug með flugfélaginu Qantas sem sá um að þjónusta hann eins og kóng. Samferðamaður hjónanna segir að leikarinn og eiginkona hans hafi fengið að fara inn í flugvélina á undan öllum öðrum. Þau þurftu því ekki að bíða í röð eins og aðrir farþegar. 

Líklegt þykir að Damon hafi ekki fengið neina sérmeðferð á flugvellinum í Ástralíu. Er það regla hjá flugfélaginu að gera vel við þekkta einstaklinga og búa góðar ástæður að baki.

mbl.is