Hagstæðast að bóka sumarfríið í janúar

Ætlar þú á sólarströnd í sumar?
Ætlar þú á sólarströnd í sumar? mbl.is

Vikan eftir 4. janúar er besti tíminn til þess að bóka sumarfríi fyrir fjölskylduna samkvæmt verðkönnun Which? 

Hagstæðasta verðið síðustu tvö ár hefur verið í kringum þennan dag, 4. janúar, og er gert ráð fyrir því sama þetta árið. Flugfargjöld eiga það þó til að breytast og hækka eftir aukinni eftirspurn. 

Sé miðað við að flestir fari í sumarfrí í júní, júlí og ágúst, þá er ansi langt í sumarfríið. Það virðist þó vera að fólk ætti að hugsa um fríið með lengri fyrirvara en önnur frí. Almennt sýnir verðsamanburður að ferðir um hátíðir, jól, páska og önnur lengri helgarfrí séu hagstæðastar séu þær bókaðar með 3-4 mánaða fyrirvara. 

mbl.is