Segir ferðalögin vinnu en ekki löng frí

Hjúkrunarfræðingurinn Karen Edwards ferðast um heiminn með fjölskyldu sinni.
Hjúkrunarfræðingurinn Karen Edwards ferðast um heiminn með fjölskyldu sinni. Skjáskot/Instagram

Hin breska Karen Edwards og eiginmaður hennar Shaun Bayes hafa ferðast til næstum því 50 landa síðan þau urðu foreldrar. Þau fóru í heimsreisu eftir að þau eignuðust sitt fyrsta barn fyrir fimm árum og afla nú tekna með ferðalögum sínum en Edwars er með fjölda fylgjenda á Instagram-síðu sinni og heldur úti ferðasíðunni Travel Mad Mum.

Í viðtali við Daily Mail segir Edwards ferðalögin séu full vinna frekar en löng ferðalög. Til þess að viðhalda lífsstílnum vinnur hún fyrir sér með því að skrifa ferðagagnrýni og birta myndir. 

Edwards segist alltaf hafa ferðast mikið og var hrædd við að gefa það upp á bátinn þegar hún eignaðist fjölskyldu. Hún segir að fyrsta barnið þeirra hafi komið á óvart. Þau hjónin höfðu ákveðið að fara í ferðalag um Asíu og í stað þess að sleppa því fóru þau með barnið með sér í ferðalagið. 

Hin brjálaða ferðamamma er hjúkrunarfræðingur og fékk því heilt ár í fæðingarorlof. Þau fóru í fyrsta ferðalagið fyrir launin í fæðingarorlofinu og leiguna sem þau fengu fyrir íbúðina sína.  

Edwards byrjaði að blogga svo að fjölskylda þeirra gæti fylgst með. Hún bloggaði líka um áfangastaðina og hvernig það er að ferðast með lítið barn. Það kom henni því á óvart þegar bloggsíðan varð vinsæl. 

Í dag ferðast fjölskyldan annaðhvort frítt eða fær borgað fyrir að ferðast og prófa eitthvað nýtt. Leggur Edwards sérstaka áherslu á ferðalög með börnum. 

Fjölskyldan er alls ekki hætt að ferðast og fjárfesti nýlega í gömlum húsbíl. Stefna þau á keyra frá London til Nýja-Sjálands á næstunni. 

View this post on Instagram

Adventuring in the Wadi Rum desert with a little bunny on my hip 🐰 Love these moments 💜

A post shared by TRAVEL MAD MUM (@travelmadmum) on Jul 17, 2019 at 11:31am PDTmbl.is