Er þetta flottasta hótel í Noregi?

Hótelið er 150 ára gamalt.
Hótelið er 150 ára gamalt. Ljósmynd/Britannia Hotels

Flottasta hótel Noregs er ekki að finna í Osló eins og þig hefði kannski grunað heldur er það í Þrándheimi. Britannia í Þrándheimi er hluti af Britannia-hótelkeðjunni og var opnað aftur seint á síðasta ári eftir þriggja ára framkvæmdir. 

Húsið sjálft á sér langa sögu en það var byggt árið 1870 og hefur hótelstarfsemi alltaf verið í því. Húsið býr yfir miklum sjarma og blandast þar saman gamall fallegur arkitektúr og vel heppnaðar endurbætur. 

Eigandi hótelsins er norski milljarðamæringurinn Odd Reitan sem gerði það að markmiði sínu að gera hótelið að því flottasta í Skandinavíu. Hótelið var á toppi lista ferðatímaritsins Fodor's á síðasta ári yfir bestu hótelin í Evrópu.

Hótelið er fimm stjörnu og aðeins það besta í boði þar. Þar er gríðarflottur bar og undir hótelinu er vínkjallari sem rúmar átta þúsund vínflöskur. Hótelið lét hanna sitt eigið kampavín í samstarfi við Champagne Ayala. Þar er líka heilsulind og líkamsrækt. 

Nóttin á Britannia í Þrándheimi kostar um 2.750 norskar krónur fyrir tvo sem eru um 38 þúsund krónur á gengi dagsins í dag.

Britannia Hotels í Þrándheimi er 5 stjörnu hótel.
Britannia Hotels í Þrándheimi er 5 stjörnu hótel. Ljósmynd/Britannia Hotels
Matsalurinn er guðdómlegur.
Matsalurinn er guðdómlegur. Ljósmynd/Britannia Hotels
Þar er líka heilsulind.
Þar er líka heilsulind. Ljósmynd/Britannia Hotels
mbl.is