Dónalegur farþegi fékk Opruh til að kaupa flugvél

Oprah Winfrey faðmar ekki endilega alla sem hún sér á …
Oprah Winfrey faðmar ekki endilega alla sem hún sér á flugvöllum. AFP

Dónalegur flugfarþegi á tíunda áratug síðustu aldar er ástæða þess að spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey fjárfesti í einkaflugvél. Winfrey greindi frá ástæðunni í viðtali við Vouge fyrir nokkrum misserum. 

„Það koma dagar þar sem ég er opnari og vinalegri en aðra daga,“ sagði Oprah. „Ein ástæða þess að ég fékk mér mína eigin flugvél árið 1991 er sú að ég var á flugvelli í mínum eigin heimi þegar kona kom upp að mér og sagði: „Þú hegðar þér ekki eins og í sjónvarpinu.“.“

„Ef ég er á flugvelli er ég ekki endilega að faðma fólk. Ókei? En ég er alltaf ég sjálf.“

Að sögn Winfrey sagði viðkomandi að hún væri alltaf að faðma alla í sjónvarpinu. Hún hegðaði sér hins vegar allt öðruvísi á flugvellinum. 

mbl.is