Fyrir hvaða lönd þarftu vegabréfsáritun?

Vegabréf.
Vegabréf. mb.is/Hjörtur

Það getur verið snúið að vera ferðalangur og átta sig á því hvar maður þarf að fá vegabréfsáritun og hvar ekki. Samkvæmt vegabréfavísitölu Henleys fyrir árið 2020 komast handhafar íslenskra vegabréfa til 180 áfangastaða án þess að sækja um vegabréfsáritun fyrir fram.

Það þýðir þó ekki að vegabréfsáritun sé með öllu óþörf heldur er hún fengin við komu á flugvelli viðkomandi ríkis. Það eru hins vegar 46 áfangastaðir sem þarf að sækja um áritun fyrir fram. 

Ísland situr í 11. sæti listans árið 2020 en Japan í því fyrsta en Japanir komast til 191 áfangastaðar í heiminum án þess að sækja um vegabréfsáritun fyrir fram. 

Á vef Henley & Partners kemur fram hvaða áfangastaðir það eru sem Íslendingar þurfa að sækja um vegabréf fyrir fram til. Auk þess er hægt að nýta sér upplýsingar á Wikipediu þar sem fram kemur hversu lengi vegabréfsáritunin gildir í viðkomandi landi. Nánari upplýsingar um einstaka áfangastaði er að finna hjá utanríkisráðuneytinu. 

Asía

Afganistan

Bútan

Kína

Indland

Mongólía

Mjanmar

Norður-Kórea

Túrkmenistan

Víetnam

Evrópa

Rússland

Afríka

Alsír

Angóla

Benín

Búrúndí

Kamerún

Mið-Afríkulýðveldið

Tsjad

Kongó

Fílabeinsströndin

Djíbútí

Miðbaugs-Gínea

Erítrea

Swasíland

Eþíópía

Gabon

Gana

Gínea

Líbería

Libýa

Malí

Níger

Nígería

Síerra Leóne

Suður Súdan

Súdan

Eyjaálfa

Nauru

Vanúatú

Ameríkurnar

Kúba

Gvæjana

Súrínam

Mið-Austurlönd

Aserbaídsjan

Írak

Óman

Sýrland

Jemen

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert