Hvað getur fólk á ketó borðað í flugi?

Flugvélamatur hentar ekki öllum.
Flugvélamatur hentar ekki öllum. mbl.is/Sverrir

Í janúar eru margir í megrun en flugferðir geta reynst krefjandi fyrir fólk á sérstöku mataræði. Þar sem að Icelandair er eina íslenska flugfélagið var matseðill flugfélagsins skoðaður með tilliti til hins vinsæla ketó-mataræðis. 

Á ketó er áhersla lögð á fituríkan mat. Er mælt með því að borða mestmegnis fitu, svo prótín en afar lítið magn af kolvetnum er leyfilegt. Matseðill Icelandair er dæmigerður fyrir flugfélög en það er ekki óalgengt að kolvetni sé helsta uppistaðan í mat sem seldur er um borð í flugvélum. 

Fólk sem fylgir fituríka mataræðinu ketó ætti að geta keypt sér ólífur um borð en einnig hnetublöndu. Þegar kemur að stærri máltíðum er aðeins erfiðara að fylgja mataræðinu. Á matseðlinum er tapas snakkbox sem mætti mögulega borða, fyrir utan kexið. Einnig er boðið upp á skyr en það fer allt eftir því hvers konar skyr um ræðir hvort það sé í lagi á ketó. Falafel-salatið ætti einnig að vera óhentugt. 

Við þessa yfirferð kemur í ljós að best er að taka með sér nesti eða kaupa eitthvað í flugstöðinni. Margir á ketó-mataræðinu taka reglulega svindldaga. Borða til dæmis venjulega einn dag í viku. Ef sú er raunin og ferðalag á næstunni er líklega sterkur leikur að ferðast á þessum svokölluðu svindldögum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert