Sunneva og ráðherrasonurinn gera vel við sig í New York

Benedikt Bjarnason og Sunneva Einarsdóttir hafa það gott í New …
Benedikt Bjarnason og Sunneva Einarsdóttir hafa það gott í New York-borg. Samsett mynd

Áhrifavaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir og kærasti hennar Benedikt Bjarnason, sonur Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, eru stödd í stóra eplinu, New York um þessar mundir. 

Parið hefur dvalið í Flórída-ríki síðan fyrir jól en þau voru í fjölskyldufríi með fjölskyldu Benedikts.

Sunneva og Bensi hafa gert vel við sig í mat og drykk síðan þau komu til New York en fyrsta stopp hjá þeim í var Joe's Pizza. 

Um kvöldið fóru þau á veitingastaðinn The Top of the Standard sem er eins og nafnið gefur til kynna aðeins fyrir broddborgara þessa heims. Frá veitingastaðnum er stórkostlegt útsýni yfir Manhattan en hann er neðarlega á eyjunni í Meatpacking district. 

Sunneva og Bensi sýndu bæði frá útsýninu á Instagram og þar mátti sjá glitta í Empire State-bygginguna. The Top of the Standard er með góða einkunn á Google, 4,3 stjörnur. 

mbl.is