Vinsælustu ferðamannastaðirnir á komandi ári

Vinsældir Da Nang í Víetnam hafa aukist.
Vinsældir Da Nang í Víetnam hafa aukist. Skjáskot/Instagram

Da Nang í Víetnam gæti orðið einn vinsælasti ferðamannastaðurinn árið 2020 ef marka má könnun Google. 

Google gaf út nýlega lista yfir þá ferðamannastaði sem juku vinsældir sínar á Google árið 2019 með dagsetningar árið 2020 í huga. Gögnin byggja á bæði flugferðum og hótelgistingum sem notendur skoðuðu fyrir árið 2020. 

Stórborgin Sao Paulo í Brasilíu var í öðru sæti listans og þar á eftir voru Seoul í Suður-Kóreu og Tókýó í Japan.

Vinsælustu áfangastaðirnir á Google

  1. Da Nang, Vietnam
  2. Sao Paulo, Brazil
  3. Seoul, South Korea
  4. Tokyo, Japan
  5. Tel Aviv, Israel
  6. Marseille, France
  7. Vienna, Austria
  8. Bangkok, Thailand
  9. Dubai, UAE
  10. Perth, Australia
mbl.is