Justin Theroux elskar Tókýó

Justin Theroux er hrifinn af Tókýó.
Justin Theroux er hrifinn af Tókýó. AFP

Leikarinn Justin Theroux er mikill stórborgarkall. Hann segir New York vera fyrstu ástina sína en er einnig mjög hrifinn af Tókýó. Finnst honum hann alltaf vera í stuttan tíma í Tókýó og sagði í viðtali við GQ að borgin taki sífelldum breytingum. 

Margir eiga sínar uppáhaldsborgir og sína uppáhaldsstaði í borgunum. Þegar Theroux hugsar hins vegar um Tókýó er ástæðan allt önnur. 

„Það er alltaf eins og það sé ekki nægur tími í Tókýó. Ástæðan fyrir því að þú kemur alltaf aftur er sú að það er erfitt að átta sig á staðnum. Tókýó er lífvera sem heldur áfram að stækka og þróast,“ segir leikarinn. „Staðir sem voru þar fyrir þremur árum eru ekki til lengur en núna hefur eitthvað komið í staðinn. Staðir sem voru þar fyrir tíu árum eru pottþétt ekki til en þú átt góða minningu frá þeim.“

Leikarinn segir borgina vera rökrétta. Þegar fólk er kvefað notar það grímu í stað þess að heilsa öðru fólki með faðmlagi eins og gert er víða. Hann segir fólk í Tókýó einnig mjög kurteist. Leikarinn er lítið fyrir að taka í hendurnar á fólki og vill frekar hneigja sig. Hann segir einnig órökrétt að vera allaf að snerta annað fólk. Í 7-Eleven-búðum eru myndir á gólfinu svo fólk fari í rétta röð. Hann er ánægður með allar reglurnar og ef fólk fer eftir þeim er það eins og lauf í vindi í Tókýó. 

Theroux er líka ánægður með að það er ekki hávær tónlist á veitingastöðum. Segir hann fólk tala saman á mýkri hátt í staðinn. 

„Þú getur í alvöru slakað á í Tókýó á meðan ég held að þú getir það ekki í New York af því að það er svo lítið pláss og fólk tekur svo lítið tillit til hvert annars.“

New York-búinn Theroux segir reyndar erfitt að fljúga frá New York til Tókýó vegna tímamismunarins. Til þess að bæta líðan sína reynir hann að borða áður en hann fer í flug og sofa eins mikið og hann getur. Hann horfir frekar á teiknimyndir og sofnar yfir þeim í stað spennandi bíómynda. Fyrsti dagurinn er oftast erfiður þegar flugþreyta er annars vegar en svo jafnar hann sig. 

View this post on Instagram

H8erz gonna say it’s MotoShop. @azizansari

A post shared by @ justintheroux on May 29, 2019 at 10:44pm PDT

View this post on Instagram

BBQ bro @eliotsumner. 🇯🇵

A post shared by @ justintheroux on May 27, 2019 at 6:20pm PDT



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert