Giftu sig undir spúandi eldfjalli

Eldgos í Eldfjallinu Taal stoppaði brúðhjón.
Eldgos í Eldfjallinu Taal stoppaði brúðhjón. AFP

Verðandi hjón ætluðu ekki að láta eitt eldgos eyðileggja brúðkaupsdaginn sinn. Hjónin létu pússa sig saman 16 kílómetra frá eldfjallinu Taal að því fram kemur á vef CNN. Ljósmyndari hjónanna tók ótrúlegar myndir af fólkinu þar sem það játaðist hvort öðru undir spúandi eldfjallinu um helgina. 

Það er vinsælt að blanda saman ferðamennsku og brúðkaupi en brúðkaupin verða þó ekki sérstakari en þetta sem átti sér stað um helgina. Ljósmyndarinn Randolf Evan tók myndir af brúðhjónunum en hann sérhæfir sig meðal annars í að mynda fólk á áfangastöðum nálægt Manila, höfuðborg Filippseyja. 

Ljósmyndarinn segir í viðtali við CNN að fólkið hafi aldrei verið hrætt við eldgosið. Þau voru dugleg að fylgjast með samfélagsmiðlum og nýjustu upplýsingum varðandi eldgosið. Þau voru einnig með áætlun um hvað skyldi gera ef það versta myndi gerast. 

Ljósmyndarinn Evan segir að allir hafi verið rólegir á meðan brúðhjónin játuðust hvort öðru. Staðurinn sem brúðkaupið fór fram á, Savanna Farm Tagaytay, birti einnig mynd af brúðkaupinu. 

View this post on Instagram

Chino & Kat still made it! 🙏🏻 #taalvolcano #taalvolcanoeruption

A post shared by 𝐑 𝐀 𝐍 𝐃 𝐎 𝐋 𝐅 𝐄 𝐕 𝐀 𝐍 (@randolfevan) on Jan 12, 2020 at 4:57am PSTmbl.is