Twitter logar: Má halla sætinu í flugvél?

Hallar þú sætinu þegar þú ferð í flug?
Hallar þú sætinu þegar þú ferð í flug? Ljósmynd/Pexels

Það má með sanni segja að íslenska Twitter hafi logað í allan gærdag en hávaðasöm umræða braust þar út um hvort það sé siðferðislega rétt að halla sætum í flugvél.

Líkt og í umræðu um eins heitt málefni skiptust skoðanir að sjálfsögðu í tvennt. Um það bil helmingur taldi það vera argasta dónaskap að halla sætinu sínu í flugvél og taka þar með hluta af plássi annarra í vélinni. Hinn helmingurinn taldi það sjálfsagt mál að halla sætinu sínu og voru jafnvel margir hissa á að allir hölluðu ekki sætinu sínu. 

Engin niðurstaða náðist þó í málinu og þorir blaðamaður ekki að skera úr því á þessari stundu hvort það sé í lagi að halla sætinu sínu í flugvél eða ekki. Það er þó ljóst að það getur verið eldfimt að ræða hvort þetta megi og vilji fólk halda friðinn á vinnustöðum eða í matarboðum gæti verið sniðugra að tala bara um veðrið.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert