Nýttu þér geggjuð tilboð frá Danmörku

Það er oft hægt að finna góð og ódýr flug …
Það er oft hægt að finna góð og ódýr flug frá Köben. Sigurður Bogi Sævarsson

Þeir sem búa á Íslandi og hafa ferðast eitthvað út fyrir landssteinana vita að dýrasti leggur ferðalagsins getur oft verið flugið frá Íslandi. Þar að auki er aðeins takmarkaður fjöldi áfangastaða sem boðið er upp á að fljúga til beint frá Íslandi.

Það má hins vegar alltaf finna ódýr flug til gömlu góðu Kaupmannahafnar í Danmörku. Lokaáfangastaðurinn þarf þó ekki endilega að vera Kaupmannahöfn þótt flogið sé þangað til að byrja með. 

Vefsíðan Afbudsrejser.dk heldur utan um flugferðir og pakkatilboð sem eru á brunaútsölu. Þar er hægt að finna fjöldann allan af áfangastöðum á góðu verði með gríðarstuttum fyrirvara. 

Ef þú ert ævintýragjarn og ert með hugann opinn fyrir nokkrum áfangastöðum er Afbudsrejser-síðan fyrir þig. Með því geturðu sparað tugi þúsunda og jafnvel hefurðu efni á að vera lengur en ef þú hefðir flogið beint frá Íslandi til áfangastaðarins.

Pantaðu með góðum fyrirvara til Kaupmannahafnar, pakkaðu niður í tösku og hafðu svo hugann opinn fyrir nokkrum mismunandi áfangastöðum. 

mbl.is