„Ferð til Namibíu góð leið til að kynnast Afríku“

Langar þig með Bændaferðum til Namibíu?
Langar þig með Bændaferðum til Namibíu? Skjáskot/Instagram

Rithöfundurinn og sagnfræðingurinn Eyrún Ingadóttir er fararstjóri ferðar á vegum Bændaferða til Namibíu nú í haust. Hún segir að ferð til Namibíu sé gríðargóð leið til þess að kynnast menningu Afríku.

„Ég er óskaplega hrifin af Namibíu, það er svo fallegt þarna. Landið og þjóðin eiga sér magnaða sögu. Þetta er stórt land, átta sinnum stærra en Ísland,“ segir Eyrún. Hún hefur einnig komið til Suður-Afríku, Marokkó, Vestur-Sahara og Túnis. Hún mælir þó einna helst með Namibíu vilji fólk kynnast Afríku sunnan Sahara betur. Þetta er þriðja ferðin sem farin verður á vegum Bændaferða til Namibíu. 

Eyrún segist ekki hafa tekið eftir auknum áhuga á ferðinni til Namibíu þrátt fyrir umfjöllun Kveiks um starfsemi útgerðarfyrirtækisins Samherja í Namibíu. Hún segir það þó skýrast betur í kvöld, en í kvöld verður haldinn kynningarfundur um ferðina. Síðasta ferð Bændaferða til Namibíu var vel sótt og komust færri að en vildu. 

Eyrún Ingadóttir, sagnfræðingur og rithöfundur er fararstjóri ferðarinnar.
Eyrún Ingadóttir, sagnfræðingur og rithöfundur er fararstjóri ferðarinnar. Ljósmynd/Aðsend

Við hefjum ferðina á því að halda inn í Namib-eyðimörkina til Sossusvlei þar sem rauðar sandöldur teygja sig eins langt og augað eygir. Við förum í strandbæinn Swakopmund sem stendur við Suður-Atlantshafið og er umkringdur Namib-eyðimörkinni úr þremur áttum,“ segir í kynningu ferðarinnar á vef Bændaferða. 

Kynningarfundur verður haldinn um ferðina í húsakynnum Bændaferða í Síðumúla 2. Fundurinn hefst klukkan 20:00. 

mbl.is