Helsinki besta borgin fyrir barnafjölskyldur

Frá Helsinki, höfuðborg Finnlands.
Frá Helsinki, höfuðborg Finnlands. Ljósmynd/Oleksiy Mark

Helsinki, höfuðborg Finnlands, er besta borgin í heiminum fyrir barnafjölskyldur samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Movinga. Ísland var í 7. sæti listans.

Þar á eftir koma borgirnar Quebec í Kanada og Ósló í Noregi. Finnska borgin var einnig vinveittust fjölskyldum samkvæmt könnun sem foreldrar svöruðu. Tókýó í Japan og Zurich í Sviss fengu einnig bestu einkunnina frá foreldrum þegar kom að öruggum íbúahverfum. 

Sérfræðingar Movinga völdu 150 borgir um heim allan og könnuðu hvort þær hefðu gott orðspor sem borgir sem fólk velur að stofna fjölskyldu í. Auk þess voru gögn um fæðingarorlof, lífsgæði, menntunarstig, húsnæðiskostnað, heilbrigðisþjónustu, afþreyingu fyrir börn, öryggi, hreyfanleika og loftgæði skoðuð og samkeyrð til að komast að niðurstöðu. Foreldrar í borgunum voru einnig spurð álits og beðin um að gefa borginni sinni einkunn út frá þáttum eins og öryggi barna sinna.

Efstu 10 sæti lista Movinga yfir bestu borgirnar fyrir barnafjölskyldur:

  1. Helsinki, Finnlandi
  2. Quebec, Kanada
  3. Ósló, Noregi 
  4. München, Þýskalandi
  5. Kaupmannahöfn, Danmörku
  6. Stokkhólmur, Svíþjóð
  7. Reykjavík, Íslandi
  8. Calgary, Kanada
  9. Montreal, Kanada
  10. Gautaborg, Svíþjóð
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert