Handtekin um borð vegna ógnandi nafns á wifi

Parið var handtekið um borð.
Parið var handtekið um borð. mbl.is/Pexels

Pari var gert að yfirgefa flugvél í fylgd lögreglu á dögunum eftir að starfsfólk vélarinnar rakti þráðlaust net með ógnandi nafni til þeirra.

Flug GoJet tafðist um 5 klukkustundir í Detroit í Bandaríkjunum í kjölfar þess að starfsfólk kom auga á nafn þráðlausa netsins um borð, eftir að farþegar voru beðnir um að slökkva á öllu neti á tækjum sínum. Nafnið á þráðlausa neti parsins var „Remote detonator“ eða „fjarstýrður sprengirofi“.

„Ég hélt fyrst að að það væri einhver mjög hættulegur aftast í vélinni því flugstjórinn sagði að það væri vesen aftast,“ sagði Aron Greenberg farþegi í vélinni í samtali við Detroit Free Press.

Lögreglunni var veittur aðgangur að vélinni og fjarlægðu 42 ára gamlan karlmann og 31 árs gamla konu frá vélinni. Þau voru handtekin en sleppt að lokinni skýrslutöku þótt rannsókn á málinu sé ekki lokið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert