Laugavegurinn á lista Fodor's yfir bestu gönguleiðir

Laugavegurinn er sívinsæll.
Laugavegurinn er sívinsæll. Ljósmynd/Ólafur Þórisson

Laugavegurinn, gönguleiðin ekki gatan, er á lista Fodor's yfir bestu fjallagönguleiðir í Evrópu. Landslagi Íslands er hrósað í hástert á vef Fodor's og Íslandi lýst sem ævintýraeyju. Fodor's er einn stærsti ferðabókaútgefandi í heimi.

Á lista Fodor's eru líka fleiri fjallagönguleiðir víða um Evrópu sem ekkert göngufólk ætti að láta fram hjá sér fara. 

West Highland Way, í skosku hálöndunum

Alta Via 1, í Dolomites-fjallgarðinum á Norðaustur-Ítalíu

Tour du Mont Blanc, gönguleið í kringum hæsta fjall Evrópu, Mont Blac, byrjar í Frakklandi og endar á Ítalíu en fer einnig í gegnum Sviss.

Kungsleden, í Svíþjóð

Bernese Oberland, fjöldi gönguleiða við fjallsrætur svissnesku alpanna

Slóvenska fjallaleiðin, gönguleið sem tengir saman flottustu fjallgarðana í Slóveníu, Pohorje-fjöllin, Julian-alpana, Kamnik-Savinja-alpana og Karavanke-fjöllin

Camino de Santiago, frægasta langa gönguleiðin á Spáni

GR 20, ein erfiðasta fjallganga í Evrópu. Liggur um brattan fjallgarð Korsíku

Knivskjellodden, stutt en áhugaverð gönguleið á nyrsta odda meginlands Evrópu, í Noregi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert