Nusa-eyjar, fásóttari og betri en Balí

Ljósmynd/Pexels

Balí er orðinn gríðarlega vinsæll ferðamannastaður, bæði hjá Íslendingum og heimsbyggðinni allri svo gott sem. Ef þú hefur farið til Balí og þráir að baða þig upp úr Kyrrahafinu og hafa það notalegt í sólinni, en nennir kannski ekki að gera það með öllum hinum ferðamönnunum, eru Nusa-eyjar fullkominn áfangastaður fyrir þig. 

Nusa-eyjarnar eru þrjár og eru staðsettar við hliðina á Balí. Þær eru Nusa Lembongan, Nusa Ceningan og Nusa Penida. Umhverfið þar er mun ósnortnara en á Balí og þar eru ekki stórir hópar af ferðamönnum.

Nusa-eyjarnar eru undan ströndum Balí.
Nusa-eyjarnar eru undan ströndum Balí. Skjáskot/Google Maps
Eyjurnar þrjár.
Eyjurnar þrjár. Skjáskot/Google Maps

Hægt er að taka bát frá Balí yfir til Nusa Lembongan og ferðast þaðan yfir til hinna eyjanna. Á þeirri eyju er staðurinn Devils Tears, eða Tár djöfulsins, vinsælasti áfangastaðurinn en það er einstaklega falleg klettamyndun.

Nusa Ceningan er minnst eyjanna þriggja og liggur á milli Nusa Lembongan og Nusa Penida. Nusa Penida er hvað náttúrulegust af eyjunum þremur og er lífið á eyjunni ekki undir vestrænum áhrifum. 

Á Nusa-eyjunum eru eiginlega engir bílar en hótelin á Nusa Lembongan bjóða upp á akstursþjónustu frá höfninni. Á Lembongan eru flestir gististaðirnir og veitingastaðirnir á eyjunum þremur. 

Strandlengjan á Nusa Lembongan.
Strandlengjan á Nusa Lembongan. Ljósmynd/Pexels
Ljósmynd/Pexels
Á Nusa Penida.
Á Nusa Penida. Ljósmynd/Pexels
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert