Aldrei nýta barnaforgang í flugi

Atvinnuferðalangurinn Samantha Brown mælir ekki með því að fara snemma …
Atvinnuferðalangurinn Samantha Brown mælir ekki með því að fara snemma inn í flugvélar með börn. mbl.is/Colourbox

Bandaríska sjónvarpsstjarnan Samantha Brown vinnur við að fjalla um ferðalög í sjónvarpi og hefur því lært eitt og annað á öllum ferðalögunum sínum. Brown sem á sex ára gamla tvíbura segir í viðtali við CNN að foreldrar ættu ekki að nýta sér forgang sem boðið er upp á fyrir barnafólk. 

Tilhugsunin um langa biðröð við landganginn er ekki spennandi. Brown segir þó verra að þurfa að sitja kannski 45 mínútum lengur með börn í flugvél en nauðsyn krefur. Segir hún slæmt að sitja með börnin í sætunum á meðan farþegar henda töskum sínum í farangursgeymslurnar og eru dónalegir við aðra farþega. 

Ef tvær fullorðnar manneskjur eru að ferðast saman mælir Brown með því að annar aðilinn fari einn með farangurinn en hinn aðilinn fari inn með síðustu farþegunum með börnin. Á meðan geta börnin eytt orkunni sinni á göngum flugvallarins. 

Síðast en ekki síst mælir Brown með því að taka með sér eitthvað að borða. Hún á ekki bara við nesti handa börnunum heldur einnig fyrir foreldra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert