Ætla að útiloka öll dýr nema hunda frá flugvélum

Bara hundar verða leyfðir sem þjónustudýr og andlegur stuðningur ef …
Bara hundar verða leyfðir sem þjónustudýr og andlegur stuðningur ef lögin taka gildi. Ljósmynd/Wikipedia.org

Samgöngumálaráðuneytið í Bandaríkjunum skoðar nú að herða löggjöf um hvaða dýr mega fylgja eigendum sínum í farþegarýmið. Ef þessi lög verða samþykkt útilokar það öll dýr fyrir utan þjónustuhunda um borð. 

Núgildandi lög tryggja réttindi fólks að taka með sér þjónustudý meðal annars sem andlegan stuðning. Í skýrslu ráðuneytisins segir: „Farþegar hafa reynt að fljúga með mjög mismunandi tegundir af dýrum, til dæmis páfagauka, endur, kalkúna, svín, eðlur og aðrar tegundir af þjónustudýrum. Það hefur valdið miklum ruglingi fyrir starfsfólk flugvéla og hlotið mikla gagnrýni frá þeim sem nauðsynlega reiða sig á þjónustudýr.“

„Farþegar sem vilja ferðast með gæludýrin sín halda því stundum fram að dýrin þeirra séu þjónustudýr bara svo þeir geti tekið dýrið sitt um borð og forðast þannig að greiða fargjald fyrir það.“

Fjöldi tilkynninga hefur borist til ráðuneyisins frá flugfélögum um uppákomur um borð í tengslum við meint þjónustudýr. 

Árið 2017 ferðust um 700 meint þjónustudýr með Delta Air Lines og fjöldi dýra fyrir andlegan stuðning jókst um 63 prósent það ár. Í dag bannar Delta dýr sem urra, bíta og hoppa á farþega, flugþjóna og starfsfólk.

Frétt New York Times um málið.

mbl.is