Þrífa ekki alltaf sæti vélanna eftir hvert flug

Vélar British Airways.
Vélar British Airways. AFP

Sæti eru ekki þrifin eftir hverja flugferð hjá breska flugfélaginu British Airways að því er fram kemur í umfjöllun The Sun

Það eru þó ekki allir farþegar BA sem lifa í óvissu um hvort sætið þeirra hafi verið þrifið en flugfélagið passar að sæti Premium og Gull-lista gesta séu vel þrifin. Þetta kemur fram í stefnu flugfélagsins sem var lekið á netið. 

Handahófskenndar athuganir eru gerðar innan fyrirtækisins þar sem skoðað er hvort vélin hafi verið þrifin. 

Starfsfólk BA hefur kvartað yfir þessu í gegnum árin. „Af hverju getum við ekki passað að vélar okkar séu nógu hreinar fyrir alla farþega okkar?“ er haft eftir einum starfsmanni. Að sögn  starfsfólksins getur fólk sem bókar lúxussvítu um borð ekki treyst því að fá hreint sæti þar sem þau eru illa hönnuð og mylsna safnast fyrir undir armbríkinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert