Mætti með mótorhjólahjálm í flug

Maðurinn mætti með mótorhjólahjálm í flugið.
Maðurinn mætti með mótorhjólahjálm í flugið. Skjáskot

Einn frekar ábyrgur flugfarþegi mætti með mótorhjólahjálm í flug frá Kína til Ástralíu í morgun. Allar andlitsgrímur voru uppseldar vegna útbreiðslu kórónaveirunnar en þessi tiltekni farþegi setti samt öryggið á oddinn.

Maðurinn var farþegi í flugi frá Sjanghæ til Perth og greip til þessa örþifaráðs gegn smithættunni. Samkvæmt öðrum farþegum í vélinni voru allir með grímur á flugvöllunum tveimur og fyllstu varúðar var gætt hvívetna. 

„Þegar ég millilenti í Sjanghæ sá ég ekki nokkurn mann án grímu,“ sagði Marina Jambrina í viðtali við The West Australian. „Það var einn gaur með mótorhjólahjálm,“ sagði hún og bætti við að hann hafi ekki tekið hann af allt flugið. 

Samkvæmt yfirvöldum í Ástralíu eru 16 manns í rannsókn þar í landi talin vera smituð af kórónaveirunni, þar á meðal tveggja ára barn sem gæti hafa smitast af veirunni í Nýja Suður-Wales.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert