Bestu og verstu skemmtiferðaskip í heimi

Skemmtiferðaskip.
Skemmtiferðaskip. mbl.is/Ómar Óskarsson

Að fara í siglingu með skemmtiferðaskipi er frábær upplifun fyrir þá sem vilja skoða heiminn og hafa það notalegt á sama tíma. Það er yfirleitt frekar dýrt að fara í siglingu með skemmtiferðaskipi og því er gríðarlega mikilvægt að velja skipið vel, því ekki vill maður eyða peningunum sínum í ferð með einhverjum dalli. 

Samkvæmt könnun Which? er MSC Cruises versta fyrirtækið í skemmtiskipabransanum. Skip þess fengu aðeins 57 stig af 100 í könnun Which? meðal annars vegna kvartana um þjónustulund starfsfólks og matarins um borð sem þykir ekki góður. 

Könnunin byggir á svörum 2.253 manns sem hafa farið í siglingu með skemmtiferðaskipi á síðastliðnum tveimur árum. Könnunin náði til þátta eins og þjónustu, herbergja, afþreyingar um borð og veitingaþjónustu.

Önnur fyrirtæki sem fengu slæma einkunn hjá Which? voru Holland America, Cruise and Maritime Voyages og Norwegian Cruise Line. 

Bestu skemmtiferðaskipaútgerðirnar voru hins vegar Viking Ocean Cruises sem trónir á toppi listans með 93 stig og fimm stjörnur í öllum flokkum. Saga Ocean Crusies fékk 88 stig, Azamara 87 stig og Hurtigruten og Silversea fengu bæði 85 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert