Ert þú Arnbjörn sem enginn nennir að sitja með í flugi?

Samkvæmt greininni má flokka fólk í sex persónuleikaflokka á ferð …
Samkvæmt greininni má flokka fólk í sex persónuleikaflokka á ferð og flugi. mbl.is/Colourbox

Þú getur gleymt Mayer-Briggs-persónuleikaprófinu um stund og skoðað eftirfarandi sex persónuleika á ferð og flugi. Ert þú eins og Arnbjörn sem enginn nennir að sitja við hliðina á eða eins og Jenný sem er eins og í eins manns samkvæmi?

Það er í það minnsta fróðlegt að skoða þessa greiningu sem er unnin af vef Inc. nýverið. 

Samanherti Karl

Karl er þessi týpa sem tekur upp tölvuna og setur á sig heyrnartólin um leið og hann er sestur í flugvélinni. Hann dregur sig í skel, er feiminn og leggur ekki í samskipti í flugvélinni. 

Ræðni Torfi

Ef þú ert símalandi í flugi við hvern þann sem nennir að hlusta eru miklar líkur á að þú sért Torfi. Ástæðan fyrir að þú talar er án efa sú að þú ert að reyna að losa þig við streitu eða að forðast það að leiðast. Torfi getur skapað mikið vandamál í sætaröðinni sinni sér í lagi ef hann lendir við hlið manns eins og Karls. Fólk eins og Torfi hefur náð að æra heilan flugvélagang ef því er að skipta. Sér í lagi ef um næturflug er að ræða og allir aðrir vilja sofa. 

Partýglaða Jenný

Jenný er týpa sem við sjáum oft á flugi. Hún er í eins manns partýi og er mikill höfuðverkur fyrir flugfreyjur/flugþjóna. Jenný er alltaf að hringja á aðstoð, syngur með tónlistina í eyrunum. Stendur upp og heldur ræðu yfir vélina hvað það er löng biðröð á salernið og þar fram eftir götunum. Þessi týpa er frekar aftengd og hefur enga getu til að tengjast öðru fólki í vélinni, sem gerir það að verkum að hún talar yfir vélina, eins og allir eiga að hlusta. 

Samúðarfulla Emma
Margar eiginkonur og mæður eru eins og Emma. Á flugi er hún meira meðvituð um tilfinningar annarra farþega en sínar eigin. Hún dettur í hlutverk flugfreyjunnar í hverju flugi og spyr fólk hvernig það hafi það og þar fram eftir götunum. Hún gefur púðan sinn til fólks í næstu sætaröð, hjálpar fólki að lyfta töskunum sínum í geymslurnar fyrir ofan sætin og svo mætti lengi áfram telja. Hún elskar að tala við fólk sem hún þekkir ekki, en tengir lítið við sjálfa sig í þessum samtölum. Þau snúast að öllu leyti um hinn aðilann. 

Reiði Arnbjörn

Þegar Arnbjörn stígur upp í flugvél er erfitt að átta sig á því hvort hann hafi vaknað öfugum megin þann morguninn eða hvort viðskiptafundurinn sem hann var á hafi gengið illa. Hann pirrar sig á öllu milli himins og jarðar, hvort heldur sem er yfir auka fimm mínútunum sem tók að loka vélinni eða snakkinu sem borið er fram með vatninu meðan á ferðalaginu stendur. 

Arnbjörn hvílir olnbogana á þínu sæti og ef þú rekur þig í hann óvart verður hann verulega pirraður. Hann spáir aðallega í sínum þörfum og tekur sér góðan tíma til að útskýra þær fyrir sessunautum sínum. Hann talar stundum um peningana sem hann á og húsið sem hann ætlar að leigja sér í útlöndum. 

Arnbjörn gæti slakað aðeins á í flugi og munað að hann er ekki einn á ferð. Arnbjörn elskar að sitja við hliðina á Emmu. 

Taugaveiklaða Nína

Nína þarf að taka róandi í flugi. Hún lítur út fyrir að vera hrædd, stressuð og með stuttan þráð. Þegar vélin fer í loftið er Nína vanalega eins og steinn af stressi, eða í það minnsta eins og hún eigi von á rótarfyllingu. Nína er sérstaklega léleg að fóta sig áfram þegar vélin hristist í loftinu og kann alls ekkert lag á fólki eins og Arnbirni. Fyrir Nínu er gott að muna að flugvél er rétt eins og fljúgandi rúta. Það kemur vanalega lítið upp á og það er líklegra að hún veikist af stressi en að flugvélin hrapi. 

mbl.is