Dröslaði pabba af stað í heimsreisu

Öll þekkjum við Sveppa, en færri vita að hann er Sverrisson og þeim Sverri kynnumst við betur í Pabbi skoðar heiminn, skemmtilegri og einlægri þáttaröð þar sem Sveppi dregur pabba sinn út fyrir þægindarammann og dröslar honum með sér í heimsreisu. 

Pabbi skoðar heiminn er skemmtilegur og einlægur ferðaþáttur þar sem fylgst er með feðgunum Sverri Friðþjófssyni og Sverri Sverrissyni, betur þekktum sem Sveppa, ferðast hringinn í kringum hnöttinn. Þeir skoða meðal annars píramídana í Egyptalandi, fara á skíði innanhúss í Dubai, heimsækja Taj Mahal á Indlandi, fara á djammið í Bangkok, borða eitraðan fisk í Tókýó, kafa á Honolulu og bruna yfir eyðamörk á blæjubíl í Bandaríkjunum. Á ferðalaginu kynnast áhorfendur feðgunum og enn fremur ná feðgarnir að kynnast hvor öðrum betur.

Öll þáttaröðin er kemur í Sjónvarp Símans Premium 4. febrúar.

mbl.is