Fékk ógeðslega ostasamloku um borð

Ostasamlokan góða.
Ostasamlokan góða. Skjáskot/Facebook

Dean nokkur Willis segist ekki ætla að borða flugvélamat aftur eftir að hann fékk að eigin sögn ógeðslega ostasamloku um borð í flugvél Jet2 á dögunum. 

Willis deildi mynd af samlokunni sem hann fékk um borð og einnig mynd af auglýsingunni fyrir samlokuna. Á myndinni sem hann setti á Facebook sést að þessar tvær samlokur eiga ekki margt sameiginlegt. 

„Það var tikynnt að ostasamlokurnar þeirra væru á 50% afslætti. Gráðuga svínið ég ákvað að panta hana. Ég var mjög spenntur því Apple Pay virkaði í vélinni og ég þurfti ekki að nota evrurnar mínar. Síðan fékk ég „samlokuna“ mína. Hún var ekki eins og ég bjóst við og útlitið endurspeglar bragðið. Ég þarf varla að taka það fram en ég kem með nesti í næstu ferð,“ skrifar Willis á Facebook. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert