Plataði farþega til að sýna honum brjóstin á sér

Atvikið átti sér stað í öryggisleitinni á flugvellinum í Los …
Atvikið átti sér stað í öryggisleitinni á flugvellinum í Los Angeles. AFP

Öryggistarfsmaður á flugvellinum í Los Angeles í Bandaríkjunum plataði konu til þess að sýna honum brjóstin á sér tvisvar sinnum. 

Atvikið átti sér stað í öryggisleitinni á flugvellinum í júní á síðasta ári. Jonathon Lomeli, 22 ára, hefur verið handtekinn í tengslum við málið. Konan segir að hann hafi sagst þurfa að fá að sjá undir brjóstahaldara hennar til þess að tryggja að hún væri ekki að fela neitt. 

Hann bað hana einnig um að sýna sér ofan í buxurnar og lét hana tosa strenginn út. Að sögn konunnar sagði hann henni svo að hún mætti fara og bætti við að hún væri með flott brjóst. 

Talsmaður öryggisleitarinnar, TSA, sagði að starfsmaðurinn væri ekki lengur í vinnu og að svona vinnubrögð liðust ekki í öryggisleitinni.

Frétt Independent.

mbl.is