Best að sjá Eiffel-turninn klukkan 1 á nóttunni

Eiffel-turninn að kvöldi til.
Eiffel-turninn að kvöldi til. AFP

Eiffel-turninn í París í Frakklandi er eitt helst aðdráttarafl ferðamanna sem koma til borgarinnar. Turninn er gríðarlega fallegur hvenær sem er á sólarhringnum en klukkan eitt á nóttunni er hann sérstaklega fallegur. 

Turninn er lýstur upp með gylltum ljósum þegar það er dimmt. Á hverri klukkustund kviknar á glitrandi ljósum sem lýsa í fimm mínútur. Það gefur honum einstaklega fallega ásýnd. Ljósin eru hins vegar bara kveikt til klukkan eitt á nóttunni. 

Klukkan eitt er kveikt á ljósunum glitrandi en á sama tíma er slökkt á gylltu ljósunum. Það er því enn fallegra þegar gylltu ljósin slokkna og glitrandi ljósin kvikna. 

Samkvæmt frönskum lögum er óheimilt að taka ljósmyndir af Eiffel-turninum að nóttu til. Það hefur þó ekki stoppað nokkurn einasta mann og ólíklegt er að þú fáir reikning frá franska ríkinu fyrir að birta mynd eða myndband af glitrandi turninum á Instagram.

View this post on Instagram

A post shared by @natureland_pics on Feb 6, 2020 at 6:41am PST

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert