Bjóða fría nótt fyrir bónorð á hlaupársdag

Vilt þú fá auka nótt á Hótel Rangá?
Vilt þú fá auka nótt á Hótel Rangá? Ljósmynd/Hótel Rangá

Hótel Rangá býður nú þeim pörum sem trúlofa sig 29. febrúar á Hótel Rangá eina fría nótt. Skilyrðin eru að konan þarf að biðja um hönd maka síns. 

Í viðtali við Travel+Leisure segir Eyrún Aníta Gylfadóttir, markaðsfulltrúi Hótels Rangár, að starfsfólk hótelsins langi til að hvetja konur til að taka skrefið og biðja um hönd maka síns. 

„Ísland fagnar konum almennt og við elskum að þjóðtrúin sé sú að það kunni góðri lukku að stýra að konur biðji um hönd maka síns á hlaupársdaginn. Okkur langaði til að styðja konur til þess að hafa hugrekki til að vera við stjórnvölinn, ekki bara á hlaupársdag heldur alla daga, og fagna þeim fyrir það,“ segir Eyrún og bætir við að staðsetning Hótels Rangár sé einstaklega rómantísk. 

Konur sem vilja nýta sér þetta tækifæri geta haft samband við hotelranga@hotelranga.is.

mbl.is