Sjáðu snekkjuna sem eigandi Chelsea átti

Ljósmynd/Yacht Charter Fleet

Ofursnekkjan Luna er nú miðpunktur skilnaðar rússneska milljarðarmælingsins Farkhad Akhmedov og fyrrverandi eiginkonu hans Tatiönu. Snekkjan er engin smá smíði og því kannski eðlilegt að hjónin fyrrverandi rífist um hvort þeirra fái hana eftir skilnaðinn. 

Ofursnekkjan var ekki alltaf í eigu Akhmedov hjónanna heldur lét milljarðamæringurinn Roman Abramovich smíða hana sérstaklega fyrir sig árið 2010. Hann seldi vini sínum og landa hana árið 2014. Abramovich eyddi upphaflega 350 milljónum punda í snekkjuna en Akhmedov eyddi einum 38 milljónum punda í að láta gera hana upp fyrir sig. 

Á Lunu er sundlaug, bar og tveir þyrlupallar. Hún er 115 metrar á lengd og í henni eru 10 svítur fyrir gesti auk stórrar svítu fyrir eiganda bátsins. Heilsulind er um borð með saunu, gufubaði og rækt. 

Ljósmynd/Yacht Charter Fleet
Tveir þyrlupallar eru á skipinu.
Tveir þyrlupallar eru á skipinu. Ljósmynd/Yacht Charter Fleet
Ljósmynd/Yacht Charter Fleet
Ljósmynd/Yacht Charter Fleet
Ljósmynd/Yacht Charter Fleet
mbl.is