Anna Kristjáns þraukaði 6 mánuði á Tenerife

Anna Kristjánsdóttir hefur það gott í Paradís.
Anna Kristjánsdóttir hefur það gott í Paradís. mbl.is/Haraldur Guðjónsson

Vélstjórinn Anna Kristjánsdóttir fagnar í dag 6 mánaða dvöl á Tenerife. Í pistli dagsins á Facebook segir Anna að hún hyggist búa þar áfram. 

„Veru minni hér í Paradís er ekki lokið, því fer fjarri. Hér er yndislegt að vera, næstum alltaf gott veður og margt skemmtilegt fólk sem gaman er að kynnast. Á sex mánuðum hefi ég einungis þrisvar lent í úrkomu sem nægði til að gera gangstéttir blautar, einu sinni rétt svo að þær urðu blautar. Þá tel ég ekki með þau skipti sem ég hefi farið norður til Santa Cruz þar sem rignir mun oftar er hér í Paradís og eitt sinn hefi ég lent í vætu á La Gomera, en það var líka á norðurhluta eyjarinnar,“ skrifar Anna. 

Anna þarf að skreppa í sólarhringsferð til Evrópu í næsta mánuði svo hún geti uppfyllt áframhaldandi búsetuskilyrði. 

mbl.is

Bloggað um fréttina