Munu flugvélar framtíðarinnar líta svona út?

Munu flugvélar líta svona út í framtíðinni?
Munu flugvélar líta svona út í framtíðinni? AFP

Flugvélaframleiðandinn Airbus kynnti á dögunum hugmyndir sínar fyrir framtíðina. Þar á meðal var líkan af flugvél sem er heldur frábrugðnari í útliti en flugvélarnar sem við notum í dag. 

Módelið sýndi Airbus á flugsýningu sinni í Singapúr í síðustu viku. Það er 2 metra langt og 3,2 metra breytt og blandast vængir vélarinnar saman við bol flugvélarinnar.

Airbus segir að hönnun vélarinnar muni mögulega gera fyrirtækinu kleift að draga úr eldsneytisþörf um 20 prósent.

Prófanir eru í gangi á vélinni og munu þær halda áfram út árið en ekki er búist við að hún fari á markað í fyrirsjánlegri framtíð. 

Af flugsýningunni í Singapúr í vikunni.
Af flugsýningunni í Singapúr í vikunni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert