Fótahengirúm sem breytir ferðalaginu

Fótaferðahengirúm gjörbreytir ferðalaginu.
Fótaferðahengirúm gjörbreytir ferðalaginu. Ljósmynd/Amazon

Það er fátt óþægilegra en sætin í flugvélum, nema kannski grjótharðir kirkjubekkir. Það myndi þó vera frekar skrítið að mæta með fótahengirúm fyrir fæturna í kirkjuna. Þessi hengirúm eru hins vegar hinn fullkomni ferðafélagi þegar ferðast er með flugvélum. 

Fótahengirúmið er sagt geta minnkað bakverki, stífleika og bjúg í fótum. Hengirúminu er hægt að smeygja yfir armana á borðinu á sætinu fyrir framan sig. Það er samanbrjótanlegt svo lítið fer fyrir því í handfarangri.

Það kostar um 18 Bandaríkjadali eða um 2.300 íslenskar krónur á Amazon. Það hefur fengið nokkuð góða einkunn 4,7 af 5 mögulegum og í umsögnum frá kaupendum segir að það hafi gjörbreytt ferðalífi margra. 

Ljósmynd/Amazon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert