Ógætileg myndataka ferðamanns vekur reiði

Konan mjakaði sér fram á ystu nöf til að ná …
Konan mjakaði sér fram á ystu nöf til að ná góðri mynd. Skjáskot/Twitter

Kona nokkur í Brasilíu hefur fengið að heyra það á samfélagsmiðlum þessa dagana fyrir að fara ógætilega þegar hún sat fyrir á mynd á háum kletti. 

Myndband sem tekið var af konunni á Pedra De Gávea í Rio De Janerio hefur farið sem eldur í sinu á netinu en á því sést hún mjaka sér ógætilega fram á ystu brún klettsins. Kletturinn er rúmlega 850 metrar á hæð. 

Margir hafa skammað konuna á Twitter og sagt þetta vera einstaklega heimskulegt hjá henni. Aðrir hafa lofað staðinn og birt myndir af sér á sama kletti eða í sambærilegum aðstæðum. mbl.is