Áhrifavaldur sviðsetti ferð til Balí í IKEA

Áhrifavaldurinn.
Áhrifavaldurinn. Skjáskot/Instagram

Áhrifavaldurinn Natalia Taylor birti myndir af sér á Instagram og lét líta út fyrir að hún væri á Balí en var í raun og veru bara stödd í IKEA. Myndirnar litu út fyrir að vera mjög raunverulegar nema kannski ef fólk er mjög kunnugt staðháttum í IKEA. 

Taylor sem er með yfir 300 þúsund fylgjendur birti nokkrar myndasyrpur á Instagram á dögunum og merkti Balí sem staðsetningu. „Drottningin er mætt,“ skrifaði hún meðal annars við myndir og setti myllumerkið Bali við. Spurði hún einnig fylgjendur sína hvert hún ætti að ferðast næst. Leit áhrifavaldurinn út fyrir að vera í fríi. 

Áhrifavaldurinn útskýrði leikinn á Youtube nokkrum dögum eftir að fyrstu myndirnar birtust. Sagði hún fólki að trúa ekki öllu því sem það sér á Instagram. Til þess að gera sviðsetninguna enn trúverðugri birti hún einnig myndir í sögu á Instagram. Hún birti myndir af sér á leiðinni út á flugvöll og fann síðan myndir frá Balí á netinu og birti. 



View this post on Instagram

The queen has arrived 🌊💖 #bali

A post shared by Natalia Taylor (@natalia__taylor) on Feb 6, 2020 at 2:51pm PST

View this post on Instagram

Tea isn’t the only thing I drink.. 😉🥂

A post shared by Natalia Taylor (@natalia__taylor) on Feb 6, 2020 at 3:20pm PST

View this post on Instagram

Where should I travel to next? ✨🌙 Comment below and maybe I will ;)

A post shared by Natalia Taylor (@natalia__taylor) on Feb 6, 2020 at 3:38pm PST




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert