Endalaust súkkulaði í „súkkulaðiverksmiðju Willy Wonka“

Borðaðu yfir þig af súkkulaði af belgísku súkkulaði.
Borðaðu yfir þig af súkkulaði af belgísku súkkulaði. skjáskot/Twitter

Í Brussel í Belgíu má finna súkkulaðiverksmiðju sem er eiginlega eins og hin viðfræga súkkulaðiverksmiðja úr kvikmyndinni Willy Wonka og súkkulaðiverksmiðjan. Þar fá gestir að borða eins mikið af súkkulaði og þeir vilja á meðan heimsókninni stendur.

Súkkulaðiverksmiðjan er í eigu Neuhaus sem var stofnað árið 1857. Í reglum í verksmiðjunni segir að þó gestir megi borða eins mikið súkkulaði og þá lystir þá megi þeir ekki taka súkkulaðið með sér heim. Hægt er að kaupa pakkningar af súkkulaði á staðnum. 

Verksmiðjan er í grennd við Erasme lestarstöðina. 

Blaðamaðurinn Jon Stone vakti athygli á verksmiðjunni á Twitter og sögðust margir ætla að heimsækja verksmiðjuna í næstu ferð sinni til Brussel. 

Verksmiðjan hefur einnig vakið athygli á TripAdvisor þar sem einn gestur lýsti verksmiðjunni sem betri en súkkulaðiverksmiðju Willy Wonka.mbl.is