Frontier óstundvísast í Bandaríkjunum

Frontier Airlines var óstundvísast.
Frontier Airlines var óstundvísast. AP

Flugfélagið Frontier var óstundvísast af öllum stærri flugfélögum í Bandaríkjunum árið 2019. Í aðeins 73,1 prósent tilvika stóðst áætlun flugfélagsins samkvæmt tölum frá Samgöngumálaráðuneyti Bandaríkjanna. 

Hawaiian Airlines stóð sig hvað best af öllum flugfélögunum en það stóðst áætlun sína í 87,7 prósent tilvika. þar á eftir eru Delta, Alaska og Southwest sem stóðust áætlun í 83,5 til 80,2 prósent tilvika. 

Að meðaltali stóðust áætlanir bandarískra flugfélaga í 79 prósent tilvika árið 2019 sem er smávegis lækkun frá 2018 en þá stóðust áætlanir í 79,2 prósent tilvika.

Hawaiian Airlines aflýsti fæstum flugferðum af flugfélögunum tíu en aðeins 0,4 prósentum af flugferðum þeirra var aflýst. United Airlines aflýsti flestum flugferðunum eða um 2,4 prósent af áætluðum ferðum. 

Listi yfir stundvísustu flugfélögin í Bandaríkjunum:

  1. Hawaiian Airlines – 87.7%
  2. Delta – 83.5%
  3. Alaska – 81.3%
  4. Southwest – 80.2%
  5. Spirit – 79.5%
  6. Allegiant – 78.7%
  7. American – 77.4%
  8. United – 75.2%
  9. JetBlue – 73.5%
  10. Frontier – 73.1%
mbl.is