„Þessi reynsla breytti mér gjörsamlega“

Svana hefur komið víða á ferðalögum sínum.
Svana hefur komið víða á ferðalögum sínum. Ljósmynd/Aðsend

Svanhildur Heiða Snorradóttir er nýflutt heim frá borginni Dubai þar sem hún hefur dvalið síðastliðin fjögur ár. Svanhildur starfaði sem flugfreyja hjá flugfélaginu Emirates og segir hún það vera frábært tækifæri til þess að ferðast og sjá heiminn.

Hún segir Dubai virka yfirborðskennd við fyrstu sýn en borgin leyni á sér. Svanhildur er ekki hætt að ferðast þótt hún fljúgi ekki lengur með Emirates og stefnir á fjölda ferðalaga á næstu mánuðum. Í haust ætlar hún sér svo að flytja til Balí.

Hvernig var að búa í borg eins og Dubai?

„Ég elska Dubai. Ég bjó þar í 4 ár og kynntist fjölda fólks hvaðanæva úr heiminum. Andrúmsloftið er mjög frjálslegt og fólk er ótrúlega vinalegt og hjálpsamt. Það er áhugavert að aðeins 15% af fólkinu sem býr þar eru heimamenn og 85% af fólkinu kemur þangað til að vinna. Dubai kemur manni stöðugt á óvart. Þarna glyttir í eldgamla menningu en á sama tíma standa þeir einna fremst í heiminum tæknilega. Borgin getur virkað yfirborðsleg í fyrstu sýn en þar er mikil alþjóðleg menning.“

Í Víetnam.
Í Víetnam. Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend

Hver er uppáhaldsborgin þín í Evrópu?

„París“

En utan Evrópu?

„Rio De Janero“

Áttu þér einhvern uppáhaldsstað í heiminum?

„Þingvellir og Balí“

París er uppáhaldsborgin hennar Svönu í Evrópu.
París er uppáhaldsborgin hennar Svönu í Evrópu. Ljósmynd/Aðsend
Í Cappadocia í Tyrklandi.
Í Cappadocia í Tyrklandi. Ljósmynd/AðsendHvaða ferðalag stendur upp úr?

„Ég hef ferðast mikið með fjölskyldunni til Evrópu og líka á staði eins og Maldíveyjar, Máritíus, Taíland og Suður-Ameríku. Það er erfitt að gera upp á milli, en ég fór í stórkostlega ferð til Egyptalands um daginn með vinkonu minni. Ég hef alltaf verið heilluð af sögulegu hlutverki Forn-Egypta.“

Hvaða lönd og borgir langar þig að heimsækja í framtíðinni.

„Mig langar að skoða Japan betur þegar það er vor og blómatíðin byrjar. Í maí ætla ég að ferðast um Indónesíu, Í sumar ætla ég að keyra um Ítalíu. Rio Carnival, Hawaii, Kenía og Suður-Kórea er líka á listanum.“

Hvað tekur við hjá þér núna eftir að þú hættir hjá Emirates?

„Ég er að sinna ýmsum verkefnum hér á Íslandi næsta hálfa árið. Stefnan er að flytja til Balí í byrjun september.“

Svanhildur vill einnig vekja athygli á kynningarfundi flugfélagsins Emirates sem verður haldinn 29. febrúar á Fosshótel Reykjavík. Nánari upplýsingar má finna hér.

„Ég mæli klárlega með að sækja um fyrir þá sem lifa fyrir ævintýri og ferðalög. Þessi reynsla breytti mér gjörsamlega. Ég er full af þakklæti fyrir þennan yndislega tíma,“ segir Svanhildur.

View this post on Instagram

New Zealand have such a similar landscape to Iceland even though it’s literally on the other side of the world ⛰

A post shared by Svana Travels (@svana_travels) on Jan 29, 2020 at 1:01am PST

mbl.is