Hola í vegg fær hæstu einkunn

Þessi ferðamaður var afar ánægður með holuna.
Þessi ferðamaður var afar ánægður með holuna. Ljósmynd/Tripadvisor

Ferðamenn í bænum Ilkeston í Derbyskíri á Englandi, sem vilja skoða bæinn á Tripadvisor í leit að helstu kennileitum hans reka eflaust margir upp stór augu vegna aðdráttaraflsins sem þar prýðir fjórða sætið, en það er hola í múrsteinsvegg.

Einhver ferðamaðurinn, nú eða heimamaðurinn, skildi eftir fyrstu umsögnina um holuna góðu í veggnum sem stendur við NatWest-bankann í desember árið 2018 og síðan hafa á sjöunda tug umsagnir verið skrifaðar, flestar upp á fimm stjörnur.

Eins og fyrr segir er NatWest-gatið svokallaða nú í fjórða sæti yfir bestu kennileiti bæjarins. „Frábær upplifun,“ skrifar einn með fimm stjörnu ummælum. Aðrir segjast hafa varið mörgum klukkustundum við að dást að holunni, sem sé síst síðri en pýramídarnir í Giza.

Formaður Sagnfræðafélags Ilkeston segist í viðtali við BBC furðu lostinn yfir athyglinni sem holan virðist vera að fá, en segir það líklegast segja mest um hve margt spennandi sé að sjá í bænum.

NatWest-holan svokallaða er nú í fjórða sæti yfir bestu kennileiti …
NatWest-holan svokallaða er nú í fjórða sæti yfir bestu kennileiti bæjarins Ilkeston. Skjáskot/Tripadvisor
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert