Í þremur sætum í einu á flugvellinum

Maðurinn nær að breiða hressilega úr sér.
Maðurinn nær að breiða hressilega úr sér. Skjáskot/Instagram

Maður nokkur á flugvelli á dögunum hefur fengið mikla athygli fyrir undarlega tækni sína við að sitja í þremur sætum í einu. 

Myndin birtist á Instagram-reikningnum @travelcreeps þar sem myndir af furðulegri hegðun á ferðalagi eru birtar. 

Maðurinn sem situr í þremur sætum í einu virðist kæra sig lítið um fólkið í kringum sig. Það virðast þó vera auð sæti í bakgrunni svo að öllum líkindum olli þetta athæfi hans ekki því að fólk þurfti að standa. 

Konunni í þar næsta sæti við hann virðist ekki vera skemmt yfir nágranna sínum eins og fýlusvipurinn gefur til kynna. 

Myndin hefur vakið blendnar tilfinningar hjá fylgjendum reikningsins og segja sumir að það hafi fokið í þá við að sjá myndina. Aðrir lofa hversu vel þetta er gert hjá honum.

mbl.is